Aðeins um danskar bifreiðatryggingar

Í síðastliðinni viku barst bréf í póstkassann frá tryggingafyrirtækinu mínu, en ég er viðskiptavinur hjá danska tryggingafyrirtækinu GF Forsikring. Í bréfinu var mér tjáð að lagðar yrðu inn 410 danskar krónur inn á bankareikning minn þann 11. mars næstkomandi, en það væri mín hlutdeild í hagnaði ársins 2015. Rétt er að geta þess hér að GF Forsikring er rekið sem tryggingaklúbbar um alla Danmörku og ég er félagi í Álaborgardeild tryggingafélagsins. Árið í ár er fjórða árið sem ég er með bifreiðatryggingar hjá GF Forsikring og mér hefur borist endurgreiðsla öll árin. Í upphafi valdi ég GF Forsikring fyrir bifreiðatryggingar vegna þess að þeir komu langbest út í óháðri könnun á dönskum tryggingafélögum á þeim tíma.

Að gamni mínu kíkti ég á iðgjöld annarra trygginga hjá þeim í samanburði við önnur dönsk tryggingafélög á sama tíma og ég tók bifreiðatrygginguna. Ég eyddi mjög drjúgum tíma í þessa athugun mína og auk þess að tala beint við tryggingafélögin forvitnaðist ég hjá mörgum dönskum vinum mínum um tryggingamál þeirra. Lokaniðurstaðan varð sú að í dag er ég með þrjár aðrar tryggingar auk bifreiðatrygginga hjá tryggingafyrirtækinu og spara stórfé auk þess sem tryggingaverndin er ýmist sambærileg eða hreinlega betri en það sem ég hafði áður. 

Tryggingafyrirtæki það sem ég var með hústrygginguna hjá áður hringdi í mig eftir að ég hafði skipt og vingjarnlegur maðurinn sagði við mig að þeir gætu yddað blýantinn aðeins og boðið mér lægra iðgjald. Ég spurði þá manninn hvort hann gæti yddað blýantinn svo mikið að iðgjaldið yrði hið sama eða lægra en það sem ég var kominn með og nefndi upphæðina. Skyndilega gat hann ekki yddað blýantinn meira! 

Ég vil hvetja fólk til að skoða heimasíðu danska tryggingafyrirtækisins GF Forsikring og smella þar sem stendur „Om GF” til að sjá nánar hvernig er hægt að haga tryggingamálum í stóru samfélagi þar sem fákeppni og einokunartilburðir þrífast illa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Guðnason

Höfundur

Magnús Guðnason
Magnús Guðnason
Ráðstefnutúlkur, þýðandi og áhugamaður um garðrækt. Er búsettur á Jótlandi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband