Endemis bull

Það þarf ekki að fara nein 23 ár aftur í tímann til að finna meiri kulda að nóttu en 15,9 stiga frost í Danmörku. Það nægir að bakka til viku 53 árið 2009 eða rétt rúma viku aftur í tímann, en þá fór frostið í 16,7 gráður hér á Norðurjótlandi þar sem ég bý. Heimild mín fyrir þessu er DMI - Danska veðurstofan, en sjá má upplýsingar þeirra hér: http://www.dmi.dk/dmi/20091228ugeoversigt.pdf


mbl.is Kaldasta nótt í Danmörku í 23 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama varð að víkja

Dóttir mín flaug frá Íslandi í gær til Kastrup flugvallar og þaðan tók hún lest áfram til Álaborgar. Eins og mörgum er kunnugt um, þá var loftslagsráðstefna nokkur á fullu í Kaupmannahöfn í gær og höfðu fjölmiðlar varað við töfum af þeim völdum og einnig við töfum vegna veðurs. Jótlandspósturinn hafði meðal annars fyrirsögnina: "Obama og sne giver forsinkelser". Ýmsir þjóðarleiðtogar aðrir en Obama voru einnig á ferðinni og því víða tafir. Ég ákvað að slá þessu upp í létt grín í vinnunni í gærmorgun og tók upp símann og þóttist hringja og talaði síðan eins og ég væri að tala við flugumferðarstjórn á Kastrup nærstöddum vinnufélögum til mikillar furðu. Ég bað "flugumferðarstjórn" um að sjá til þess að flug dóttur minnar hefði forgang gagnvart flugi Obama og að hann yrði látinn hinkra í þessar 10 til 20 mínútur sem dóttir mín þyrfti til að komast í gegnum flugstöðina. Engu er líkara en þetta ímyndaða símtal mitt hafi virkað því flug dóttur minnar var nánast eina flugið sem ekki varð fyrir röskun á Kastrup í gær! Hún náði því lestinni á réttum tíma, en veðurguðirnir létu sér fátt um "símtalið góða" finnast og tókst að seinka lestinni um rúmar 20 mínútur vegna snjóþyngsla á Fjóni.

Lestarferð dótturinnar gekk að öðru leyti ljómandi vel og þegar yfirlestarvörðurinn (eða "togføreren" eins og það heitir á dönsku) kom til þess að skoða miðann hennar, spurði hann þegar hann sá nafn hennar hvort hún væri íslensk. Hún játti því enda sennilega einn harðasti Íslendingur sem er uppi nú á tímum. Þá ljómaði yfirlestarvörðurinn og tjáði henni að hann væri að fara í sína fyrstu Íslandsför eftir 6 mánuði og að hann væri að farast úr tilhlökkun. Hann hlaut verðskuldað bros að launum frá dóttur minni og vil ég nú biðja Íslendinga alla um að taka vel á móti þessum manni þegar hann birtist á Íslandi næsta sumar.


« Fyrri síða

Um bloggið

Magnús Guðnason

Höfundur

Magnús Guðnason
Magnús Guðnason
Ráðstefnutúlkur, þýðandi og áhugamaður um garðrækt. Er búsettur á Jótlandi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband